Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Álfadans

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.

Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.


Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.

Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli,
dunar ísinn blár.

- sóló -

Góða veislu gjöra skal
þar sé geng í dans.
Kveð ég um kóng Pípin
og Ólöfu dóttur hans.

Stígum fastar á fjöl
pörum ei vorn skó.
Guð mun ráða
hvar við dönsum næstu jól.

Mánin hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður,
og liðið er nú ár.

Ísl. þjóðlag / Jón Ólafsson