Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Súrmjólk í hádeginu - II. hluti

Framhald af ,,Súrmjólk í hádeginu"

Ég er núna 10ára og leika mér ég fæ,
Lykil hef um hálsinn og stelst oft niðrí bæ.
Mamma er orðin kelling og kennarinn er snar,
Og pabbi eyðir helgunum við glas á Mímisbar.

Kókglas í hádeginu og hamborgara á kvöldin,
Mér er sagt að hanga yfir lexíunum hér,
Ég er núna ákveðinn að taka yfir völdin,
Svo pakkið hætti allavega að skifta sér af mér.

Ég er orðinn tvítugur og rosafengið töff,
Mér er sagt í rúminu að ég sé orðinn röff.
Pabbi er á Pollinum og mamma heldur við,
Þetta er orðið geðbilað og úrsérgengið lið.

Eitt glas í hádeginu og LSD á kvöldin,
Ég ætla mér að fríka, kerfið út í eitt.
Mikið er nú æðislegt að hafa sjálfur völdin,
Jafnvel þó þau fari fyrir ekki neitt.

Ég er orðin fertugur og forstjóri í klíku,
Í hjónabandið komin með, krakkaormahjörð.
Sit ég nú í nefndum með öllum þessu ríku,
Og rembist við að ráða, öllu hér á jörð.

Loks er ég sjötugur og sölnað er mitt skar,
Kominn inn á stofnun og dauðvona þar bíð.
Ekki man ég lengur neitt um hvað ég loksins var,
Né heldur er mér ljóst fyrir hvað ég núna líð.

Glyserin í hádeginu og stólpípa á kvöldin,
Mér er sagt að sofa meðan fréttatíminn er.
Ljóst er núna á öllu hér, að frá mér eru völdin,
Ég ræð því ekki einusinni hvaða dag ég fer.

Upplýsingar um höfund vantar.